Fréttir

Bjarni Benediktsson hættir þingmennsku

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti nú rétt í þessu að hann væri hættur þingmennsku og gefur ekki kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Bjarni ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum og mun Jón Gunnarsson fv. ráðherra taka sæti hans á þingi.