Fréttir
Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Brákar. Ljósm. hig

Þrettándagleði í Borgarnesi

Sannkölluð hátíðarstemning var í gær í Borgarnesi, mánudaginn 6. janúar þegar Borgnesingar kvöddu jólin. Hátíðarhöldin voru í Englendingavík þar sem Kirkjukór Borgarneskirkju söng hátíðleg lög og þar voru smákökur og kakó í boði Geirabakarís og veitingastaðarins Englendingavíkur. Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hófst klukkan 18.30 út á Vesturnesi og út í Litlu-Brákarey og gladdi það mannfjöldann sem saman var kominn í Englendingavík.