
Það var spennandi að grilla sykurpúða yfir opnum eldi og fá smá yl í kuldanum. Ljósm. tfk
Þrettándagleði í Grundarfirði
Grundfirðingar kvöddu jólin á þrettándanum eins og hefð er fyrir. Þá var kveikt upp í eldstæðum í Þríhyrningnum þar sem hægt var að grilla sykurpúða. Níundi bekkur bauð upp á heitt kakó og skólakór grunnskólans söng nokkur lög. Björgunarsveitin Klakkur sá svo um glæsilega flugeldasýningu sem lýsti upp himininn.