
Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar
Segir að ekkert sveitarfélag vilji standa í vegi fyrir verðmætasköpun og orkuöryggi
Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, birti grein í byrjun nýs árs á vef Borgarbyggðar sem ber titilinn „Sjónarmið í orkumálum.“ Þar kemur fram að aukin framleiðsla á endurnýtanlegri orku og tryggur flutningur orku um land allt sé hagsmunamál þjóðarinnar, ein forsenda verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna. Að leggja verði ríka áherslu að tryggt sé að nærsamfélög njóti eðlilegs ávinnings af þeim orkumannvirkjum sem reist eru í viðkomandi samfélagi og það sé hagsmunamál allra landsmanna enda ein forsenda þess að haldið verði áfram að rjúfa kyrrstöðu í málaflokknum.