Fréttir

Fyrsta barn ársins á Akranesi fæddist 2. janúar

Á síðasta ári fæddust 309 börn á fæðingadeild HVE á Akranesi í jafn mörgum fæðingum. Að sögn Hrafnhildar Ólafsdóttur ljósmóður og deildarstjóra er þetta töluverð fjölgun frá árinu á undan en þá fæddust 264 börn á Akranesi. Metfjöldi fæðinga á Akranesi var árið 2010 þegar 358 börn fæddust þar. Fyrsta barn nýs árs á Akranesi kom í heiminn 2. janúar, drengur en foreldrar hans búa í Þorlákshöfn. Drengur frá Stykkishólmi fæddist svo 4. janúar.

Fyrsta barn ársins á Akranesi fæddist 2. janúar - Skessuhorn