Fréttir

true

Lengja á Norðurbakka í Ólafsvík

Vegagerðin hefur auglýst útboð á verkinu lengingu Norðurbakka í höfninni í Ólafsvík. Þar á að byggja 148 metra fyrirstöðugarð ásamt upptekt og endurröðun á núverandi grjótfláa, um 90 metra. Reka á niður 91 tvöfaldar stálþilsplötur og steypa um 123 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1.…Lesa meira

true

Nemendur í FVA með sýningu á verkum sínum

Það var mikil stemning í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi síðasta fimmtudag þegar nemendur á lista- og nýsköpunarsviði skólans opnuðu sýningu á verkum sínum eftir vetrarlangt skapandi starf. Sýningin var haldin í húsnæði skólans og fylltu foreldrar, systkini, kennarar og aðrir áhugasamir gestir stofuna og nutu þess að skoða fjölbreytt og falleg verk unnin af hugmyndaríkum…Lesa meira

true

Ók á hleðslustöð en hélt áfram uppteknum hætti

Í liðinni viku voru afskipti höfð af um 46 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Einnig voru hraðabrot mynduð með hraðamyndavélabíl embættisins hjá 233 ökumönnum. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur en afskipti voru höfð af viðkomandi eftir að hann ók á hleðslustöð í Búðardal. Sami ökumaður var stöðvaður…Lesa meira

true

Kostnaður við flóttafólk á Bifröst er að sliga rekstur Borgarbyggðar

Sveitarfélagið sendir ákall til þingmanna um að ríkið borgi Sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur sent þingmönnum Norðvesturkjördæmis og ráðherra málaflokksins minnisblað um flóttafólk búsett á Bifröst og kostnað sveitarfélagsins vegna þess. Ingibjörg Davíðsdóttir alþingismaður Miðflokksins vakti máls á erindinu í ræðustól Alþingis í gær. Í minnisblaði Borgarbyggðar, sem Skessuhorn hefur undir höndum, er athygli vakin á mjög…Lesa meira

true

Peningar til viðgerðar vega á Vesturlandi boðaðir í fjáraukalögum

Á næstu dögum verður frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga lagt fram á Alþingi. Fram kom í viðtali við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV í gær að ríkisstjórnin hyggist verja auknu fjármagni til vegakerfisins og lögreglunnar og til að tryggja að meðferðarúrræðum verði ekki lokað í sumar. Frumvarp til fjáraukalaga mun hljóða upp á fimm milljarða…Lesa meira

true

Sæmd gullmerki Ferðafélags Íslands

Á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands sem fram fór í gær var útgáfu nýrrar Árbókar félagsins fagnað. Bókin er að þessu sinni helguð fuglum og í henni er sagt frá fuglaskoðun sem áhugamáli, fuglaljósmyndun og sögu hennar á Íslandi, þátttöku almennings í fuglavísindum, flækingsfuglum og fuglaskoðun eftir árstímum. Einnig er ýmiss konar fróðleikur um fugla á Íslandi,…Lesa meira

true

Rekstur Snæfellsbæjar skilaði 427 milljóna króna afgangi

Ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir 2024 hefur verið staðfestur í bæjarstjórn eftir síðari umræðu. Rekstur sveitarfélagsins kom mun betur út en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir, en hagnaður reyndist 437 milljónir króna en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 167 milljónir. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 4.010 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi…Lesa meira

true

Dregið í fotbolti.net bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit fotbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deildarliða, á útvarpsstöðinni X-inu síðasta laugardag. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin en Víðir vann fyrstu keppnina og Selfoss varð síðan meistari á síðasta ári eftir að hafa unnið KFA 3-1 á Laugardalsvelli. Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík taka þátt í mótinu og fengu…Lesa meira

true

Samþykktu íþrótta- og tómstundastefnu til 2027

Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar fyrir árin 2025-2027 var samþykkt í bæjarstjórn 8. maí síðastliðinn. Með stefnunni er markaður rammi utan um það hlutverk sem sveitarfélaginu er ætlað að sinna í íþrótta- og tómstundamálum í samfélaginu. Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum stefni í sömu átt með það að markmiði að…Lesa meira

true

Skipuleggur viðtalamessur í Akraneskirkju

Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli gengst fyrir nýjung í kirkjustarfinu á næstunni. Búið er að setja á dagskrá tvær messur sem verða vissulega með óhefðbundnu messuformi. „Þetta form er nýmæli í kirkjustarfi hér á landi, en ég sæki fyrirmyndina til Noregs hvar ég bjó og starfaði áður en ég kom hingað á…Lesa meira