Fréttir
Svipmynd frá sýningunni. Texti og myndir: vaks

Nemendur í FVA með sýningu á verkum sínum

Það var mikil stemning í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi síðasta fimmtudag þegar nemendur á lista- og nýsköpunarsviði skólans opnuðu sýningu á verkum sínum eftir vetrarlangt skapandi starf. Sýningin var haldin í húsnæði skólans og fylltu foreldrar, systkini, kennarar og aðrir áhugasamir gestir stofuna og nutu þess að skoða fjölbreytt og falleg verk unnin af hugmyndaríkum nemendum.

Nemendur í FVA með sýningu á verkum sínum - Skessuhorn