Fréttir

true

Andlát – Sturla Böðvarsson

Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri, þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis er látinn áttræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á laugardaginn. Sturla fæddist í Ólafsvík 23. nóvember 1945, sonur Böðvars Bjarnasonar og eiginkonu hans Elínborgar Ágústsdóttur. Sturla lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, varð húsasmíðameistari og lauk BS-prófi í byggingatæknifræði frá…Lesa meira

true

Minntust Bowie

Hópur aðdáenda David Bowie kom saman við Bowie vegginn á Akranesi síðdegis í gær og kveiktu á kertum. Minntust þeir þess að tíu ár voru þá frá andláti söngvarans. Það var Björn Lúðvíksson á Akranesi sem fyrir níu árum var í fararbroddi hóps sem málaði á gafl hússins við Kirkjubraut 8, gömlu lögreglustöðina, myndir af…Lesa meira

true

1600 tonnum af salti skipað upp

Flutningaskipið Misje Iris kom til hafnar í Grundarfirði þriðjudaginn 6. janúar síðastliðinn. Þá hófst uppskipun af fullum krafti og gekk löndunin vel. Alls var um 1600 tonnum af salti skipað upp í Grundarfirði en þaðan sigldi skipið svo til Stykkishólms til löndunar á salti. Skipið var smíðað árið 2025 og er gert út frá Noregi.Lesa meira

true

Engin fullvissa um 48 daga strandveiði

Innviðaráðherra birti fyrir helgi í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um strandveiðar í stað núgildandi reglugerðar. Meðal þess er kemur fram í væntanlegri reglugerð er að einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Eigandi strandveiðiskips skal eiga beint eða óbeint 100% eignarhald í skipinu í…Lesa meira

true

Alexandra Björg er Íþróttamaður Grundarfjarðar 2025

Á gamlársdag var val á íþróttamanni Grundarfjarðar gert opinbert. Þar var Alexandra Björg Andradóttir blakari valin annað árið í röð en hún hlaut þessa nafnbót einnig fyrir ári síðan. Alexandra var ekki heima þegar athöfnin var en tók við verðlaununum fimmtudaginn 8. janúar síðastliðinn en þá hafði hún nokkra daga í Grundarfirði áður en hún…Lesa meira

true

Húsfyllir á skemmtun Söngbræðra í Þinghamri

Óhætt er að segja að karlakórinn Söngbræður njóti sífelldra vinsælda þótt kominn sé fast að fimmtugu. Ár eftir ár hefur kórinn fyllt þau félagsheimili sem leigð hafa verið undir sviða- og hrossakjötsveislu ásamt söngskemmtun í byrjun árs. Undanfarin ár hefur skemmtunin farið fram í Þinghamri á Varmalandi sem er stærsta félagsheimilið í héraðinu. Uppselt var…Lesa meira

true

Hlaup aldrei vinsælli á Íslandi

Hlaup á Íslandi hafa vaxið hratt á undanförnum árum og árið 2025 markaði tímamót í þátttöku í skipulögðum hlaupaviðburðum víðsvegar um landið. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu; Hlaupárið 2025, sem gefin er út af hlaupadagskra.is. Samkvæmt skýrslunni voru skráningar í skipulögð hlaup yfir 45 þúsund árið 2025. Það jafngildir 61% aukningu frá árinu 2023,…Lesa meira

true

Bandaríkjamenn tæpur þriðjungur ferðamanna

Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem til Íslands komu á síðasta ári um Keflavíkurflugvöll. Samtals komu til landsins þá leiðina 2,25 milljónir erlendra farþega og voru Bandríkjamenn 635.875 eða 29% af heildinni. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu. Bretar voru næstfjölmennastir eða 233 þúsund eða 10,3% af heildinni og þar á…Lesa meira

true

Samningar á lokastigi við landeigendur um nýtt vatn fyrir Grábrókarveitu

Í tilkynningu sem var að berast frá Veitum koma fram nýjar upplýsingar sem snerta Gráborgarveitu og slök vatnsgæði í henni. Kemur þetta í kjölfar fréttar hér á vefnum fyrr í dag þar sem fjallað var um íbúafund í gærkvöldi. Þessar upplýsingar komu ekki fram á íbúafundinum í gær. Í tilkynningu segir: „Við erum langt komin…Lesa meira

true

Nýtt og fróðlegt mælaborð Raforkuvísa

Raforkueftirlitið hefur tekið í notkun nýtt sjálfvirkt mælaborð Raforkuvísa sem markar tímamóti í framsetningu upplýsinga að því er kemur fram á vef Umhverfis- og orkustofnunar. Með mælaborðinu birtast nýjar upplýsingar mun tíðar, yfirsýn yfir breytingar og þróun eykst til muna og styður þessi breyting við raforkumarkaðinn, almenning og stjórnvöld með gagnsærri framsetningu. Í fyrsta sinn…Lesa meira