
Myndin var tekin í júlí síðasta sumar þegar sjómenn á Snæfellsnesi mótmæltu stöðvun strandveiða og lýstu óánægju sinni með brostin loforð Flokks fólksins. Ljósm. af
Engin fullvissa um 48 daga strandveiði
Innviðaráðherra birti fyrir helgi í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um strandveiðar í stað núgildandi reglugerðar. Meðal þess er kemur fram í væntanlegri reglugerð er að einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Eigandi strandveiðiskips skal eiga beint eða óbeint 100% eignarhald í skipinu í stað 51% áður.