Gráborgarveita við Hreðavatn.

Samningar á lokastigi við landeigendur um nýtt vatn fyrir Grábrókarveitu

Í tilkynningu sem var að berast frá Veitum koma fram nýjar upplýsingar sem snerta Gráborgarveitu og slök vatnsgæði í henni. Kemur þetta í kjölfar fréttar hér á vefnum fyrr í dag þar sem fjallað var um íbúafund í gærkvöldi. Þessar upplýsingar komu ekki fram á íbúafundinum í gær. Í tilkynningu segir:

„Við erum langt komin í samningaviðræðum við landeigendur á svæðinu. Það land var metið ákjósanlegasti vatnsöflunarkosturinn eftir greiningu, hvað varðar magn vatns og staðsetningu. Þær samningaviðræður eru á lokastigi. Við þökkum íbúum fyrir góðar ábendingar í gær og viljum kanna þær nánar. Við erum með málið í forgangi og tökum heilshugar undir að bæta þurfi gæði vatnsins. Við ætlum einnig að bæta upplýsingagjöf til notenda á svæðinu hvað varðar framgang verksins.“