
Mælaborðið er afar fróðlegt og einfalt í notkun. Þarna kallaði blaðamaður fram gleggstu skil í raforkunotkun sem orðið hafa þegar framleiðslufall varð í álveri Norðuráls nýlega.
Nýtt og fróðlegt mælaborð Raforkuvísa
Raforkueftirlitið hefur tekið í notkun nýtt sjálfvirkt mælaborð Raforkuvísa sem markar tímamóti í framsetningu upplýsinga að því er kemur fram á vef Umhverfis- og orkustofnunar. Með mælaborðinu birtast nýjar upplýsingar mun tíðar, yfirsýn yfir breytingar og þróun eykst til muna og styður þessi breyting við raforkumarkaðinn, almenning og stjórnvöld með gagnsærri framsetningu.