Fréttir

true

Pottormar héldu Litlu jólin í morgun

Að venju tóku þau daginn snemma fastagestirnir í heita pottinum á Jaðarsbökkum á Akranesi. Klukkan 6 í gærmorgun var boðið upp á veglegar veitingar og glaðst í blíðviðrinu löngu fyrir sólarupprás. Helgi Ólöf Óliversdóttir sendi Skessuhorni meðfylgjandi stemningsmynd með góðri kveðju frá fólkinu.Lesa meira

true

Sjöundi bekkur gefur út jólablað

Sjöundi bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar hefur staðið í ströngu síðustu vikur en eitt af verkefnum nóvember og desember mánaða var að gefa út jólablað. Afrakstur erfiðisins kom svo út í vikunni en þá voru prentuð út nokkur eintök. Blaðið er þykkt og mjög veglegt en þar er að finna margt skemmtilegt og einnig nytsamlegt. Meðal annars…Lesa meira

true

Útsjónarsamt sveitafólk með hugsjón og raunhæfan draum

Búfræðingarnir Gunnhildur Gísladóttir og Jónas Guðjónsson vilja hvergi annarsstaðar vera en í sveit. Þótt það sé flókið að hefja búskap á Íslandi eru þau staðráðin í að láta stóru plönin verða að veruleika Það er dimmt, kalt og á stundum nokkuð hvasst á Hvanneyri í desember. Hann blæs úr norðri og sólin, sem hvarf í…Lesa meira

true

„Mér finnst ég vera kominn heim aftur“

Kristján B. Snorrason er mörgum kunnugur. Hann hefur sinnt mörgum ólíkum hlutverkum í gegn um tíðina og finnst ekkert þeirra merkilegra eða stærra en annað. Kristján vann í nokkrum bönkum og stjórnaði þeim sumum, hann stofnaði hljómsveit, skipulagði viðburði, rak félagsheimili, lék fyrir dansi, gekk í skóla og stýrði ungmennafélagi. Meðal annars. Hann á líka…Lesa meira

true

Brislingur finnst í Faxaflóa

Á dögunum veiddist brislingur í net á Viðeyjarsundi. Það voru starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sem héldu til þessara veiða eftir að hnúfubakar höfðu haldið sig á þeim slóðum undanfarnar vikur. Spurnir höfðu borist af því að þar sem hnúfubakarnir héldu sig væru þéttar fiskilóðningar sem hnúfubakurinn væri að éta úr. Var í fyrstu talið að þarna væri…Lesa meira

true

Íbúar fjölmennari sveitarfélaga ánægðari með þjónustu

Á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst er komin út greinin „Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa,“ eftir dr. Vífil Karlsson. Greinin í heild birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál. Þar kemur fram að íbúar fjölmennari sveitarfélaga eru töluvert ánægðari með þjónustu sem þau…Lesa meira

true

Krónan og viðskiptavinir hennar styrkja 22 fjölskyldur á Akranesi

Krónan hefur veitt Mæðrastyrksnefnd Akraness styrk sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni og mun nýtast 22 fjölskyldum í bæjarfélaginu. Viðskiptavinir Krónunnar á Akranesi, ásamt Krónunni, söfnuðu alls 440 þúsund krónum. Samtals söfnuðust 10 milljónir króna í jólastyrkjasöfnun matvöruverslunarinnar um allt land sem munu nýtast 500 fjölskyldum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja…Lesa meira

true

Vísbendingar um efnistöku umfram heimildir í Hvalfjarðarsveit

Hvalfjarðarsveit hefur ráðið Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur starfsmann Verkís sem verkefnaráðgjafa sveitarfélagsins og er hennar verkefni að leggja mat á stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu og skipuleggja í samstarfi við landeigendur og námuréttarhöfum hvernig best verður háttað námuvinnslu í sveitarfélaginu á komandi árum. Námavinnsla í Hvalfjarðarsveit hefur á undanförnum misserum verið í brennidepli líkt og komið hefur…Lesa meira

true

Fjárbjörgun í Vesturárdal

Síðastliðið þriðjudagskvöld barst björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga aðstoðarbeiðni vegna lambs sem hafði komið sér í vandræði í Vesturárdal, en áin rennur í Miðfjarðará nokkuð fyrir sunnan Laugarbakka. Bóndi hafði verið með fé í úthaga og var að reka það heim að bæ þegar eitt lambið stökk frá hópnum og kom sér í sjálfheldu í litlu…Lesa meira