Frá vettvangi í Vesturárdal. Ljósm. Húnar

Fjárbjörgun í Vesturárdal

Síðastliðið þriðjudagskvöld barst björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga aðstoðarbeiðni vegna lambs sem hafði komið sér í vandræði í Vesturárdal, en áin rennur í Miðfjarðará nokkuð fyrir sunnan Laugarbakka. Bóndi hafði verið með fé í úthaga og var að reka það heim að bæ þegar eitt lambið stökk frá hópnum og kom sér í sjálfheldu í litlu gili í Vesturá, þaðan sem bóndi náði því ekki.