
Svipmynd frá Hólabrú. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm
Vísbendingar um efnistöku umfram heimildir í Hvalfjarðarsveit
Hvalfjarðarsveit hefur ráðið Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur starfsmann Verkís sem verkefnaráðgjafa sveitarfélagsins og er hennar verkefni að leggja mat á stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu og skipuleggja í samstarfi við landeigendur og námuréttarhöfum hvernig best verður háttað námuvinnslu í sveitarfélaginu á komandi árum.