Krónan og viðskiptavinir hennar styrkja 22 fjölskyldur á Akranesi

Krónan hefur veitt Mæðrastyrksnefnd Akraness styrk sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni og mun nýtast 22 fjölskyldum í bæjarfélaginu. Viðskiptavinir Krónunnar á Akranesi, ásamt Krónunni, söfnuðu alls 440 þúsund krónum. Samtals söfnuðust 10 milljónir króna í jólastyrkjasöfnun matvöruverslunarinnar um allt land sem munu nýtast 500 fjölskyldum.