
Nanna segist stoltust af hópnum sem starfar með henni í leikmyndadeildinni, sem sést hér í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta er liðið sem fyllir lögreglustöðina af lífi löngu áður en leikarar mæta á settið og „aksjón“ er kallað. Þau ræða litapallettur, ólíkar gerðir stílabóka og réttu leiðina til að láta gardínur líta út fyrir að hafa hangið á sínum stað í áratugi. Þegar leikstjórinn kallar „aksjón“ blasir við heimur sem hefur verið mótaður af nákvæmni og samstilltu handverki í gamla Landsbankahúsinu. Texti og myndir: Sunna Valgerðardóttir
Ómetanlegt að vinna í raunveruleika Elmu – kíkt við í upptökuverinu við Akratorg
Spilling, spenna, ofbeldi og morð er sem betur fer ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar minnst er á Akranes. Samt sem áður hefur metsölurithöfundinum Evu Björgu Ægisdóttur ekki bara tekist að skapa slíkan Skaga í bókum sínum, heldur gerði hún þann hliðarveruleika svo grípandi frá fyrstu stundu að hann á sér aðdáendur um allan heim. Og innan tíðar munu persónur úr bókaseríu Evu Bjargar birtast ljóslifandi á skjánum í splunkunýjum þáttum sem bera heiti aðalsöguhetjunnar Elmu. Sögusviðið er heimabær hennar og konunnar sem bjó hana til; Akranes.