Fréttir

true

Ingibjörg Gréta ráðin í viðburðastjórnun

Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað á fundi sínum í vikunni sem leið að ráða Ingibjörgu Grétu Gísladóttur í tímabundið hlutastarf verkefnastjóra hátíðarhalda næsta árs í Dalabyggð. Er þar einkum horft til hátíðarhalda 17. júní og bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal. Ingibjörg Gréta hefur talsverða reynslu af viðburðastjórnun og hefur meðal annars sinnt sambærilegum verkefnum hjá Kópavogsbæ.Lesa meira

true

Leitað að jólahúsi Snæfellsbæjar

Menningarnefnd Snæfellsbæjar leitar nú logandi ljósi að jólahúsi Snæfellsbæjar 2025. Nefndin hefur líkt og undanfarin ár leitað eftir tillögum frá íbúum og er hægt að senda inn tilnefningar á heimasíðu Snæfellsbæjar til miðnættis 21. desember. Að þeim tíma loknum fer nefndin yfir tilnefningarnar og verður sagt frá niðurstöðu valsins á Þorláksmessu. Fyrir síðustu jól var…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit hvetur til tvöföldunar Hvalfjarðarganga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til þess að sem allra fyrst verði hafist handa við tvöföldun Hvafjarðarganga. Jafnframt áréttaði sveitarstjórnin mikilvægi þess að fyrir liggi sem fyrst hvar gangamunni hinna væntanlegu ganga verði staðsettur í Hvalfjarðarsveit vegna yfirstandandi skipulagsvinnu sveitarfélagsins. Á fundi sveitarstjórnarinnar voru rædd drög…Lesa meira

true

Landsbjörg hefur þungar áhyggjur af fjarskiptaöryggi

Fulltrúaráðsfundur Slysavarnafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af fjarskiptaöryggi í dreifðari byggðum landsins, nú þegar slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda og fyrirhugað að slökkva á fleirum. Fundurinn samþykkti samhljóða ályktun þess efnis þar sem segir m.a. „Nú þegar er farið að bera á því að svæði sem áður voru í góðu sambandi,…Lesa meira

true

Frestur til að panta auglýsingar rennur út í dag

Athygli er vakin á því að í næstu viku, miðvikudaginn 17. desember, kemur Jólablað Skessuhorns út. Að venju er stefnt að áhugaverðum og fjölbreyttum efnistökum. Skilafrestur efnis og auglýsinga í blaðið er í dag, föstudaginn 12. desember. Pantanir auglýsinga þurfa að berast á: anita@skessuhorn.is en efni, myndir og greinar óskast sent á: skessuhorn@skessuhorn.is Minnt er…Lesa meira

true

Fengu Evu Björg í heimsókn

Leshópurinn Fífan er hópur innan FEBAN, Félags eldri borgara á Akranesi og í nágrenni. Hópurinn kemur saman einu sinni í viku á veturna, á fimmtudögum klukkan 13. Þá er lesin bók og spjallað um efni hennar. Undanfarnar vikur hefur bókin Marrið í stiganum verið lesin. Hún er eins og kunnugt er eftir Skagakonuna Evu Björg…Lesa meira

true

Einstaklingar í áhættuhópum hvattir til bólusetningar

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir,…Lesa meira

true

Hugljúf og skemmtileg jólamorgunstund Brekkubæjarskóla

Einn af föstum liðum á aðventunni er jólamorgunstund Brekkubæjarskóla sem fram fór í gærmorgun í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar fjölmenntu nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans ásamt fjölda foreldra og annarra aðstandenda nemenda. Þar stigu nemendur á stokk og fylltu húsið með söng og tónlist. Þá var einnig nokkrum nemendum skólans afhentar viðurkenningar fyrir störf…Lesa meira

true

Við dauðamörk við störf á jarðýtu

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann í 270 þúsund króna sekt og missi ökuréttinda í þrjú ár og sex mánuði fyrir að hafa stjórnað jarðýtu undir áhrifum áfengis við Elínarveg á Akranesi. Málsatvik eru þau á lögreglu barst tilkynning um að ökumaður jarðýtu væri grunaður um að vera að stjórna henni undir áhrifum áfengis. Búið væri…Lesa meira

true

Meirihlutinn telur enga ágalla á aukafundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar telur að engir ágallar hafið verið á málsmeðferð í svokölluðu Einkunnamáli sem varafulltrúi í sveitarstjórn gerði athugasemdir við á dögunum í bréfi til Innviðaráðuneytisins. Þetta kemur fram í umsögn sem Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstóri Borgarbyggðar sendi til Innviðaráðuneytisins á dögunum. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns var það Kristján Rafn Sigurðsson…Lesa meira