
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað á fundi sínum í vikunni sem leið að ráða Ingibjörgu Grétu Gísladóttur í tímabundið hlutastarf verkefnastjóra hátíðarhalda næsta árs í Dalabyggð. Er þar einkum horft til hátíðarhalda 17. júní og bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal. Ingibjörg Gréta hefur talsverða reynslu af viðburðastjórnun og hefur meðal annars sinnt sambærilegum verkefnum hjá Kópavogsbæ.Lesa meira








