Við dauðamörk við störf á jarðýtu

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann í 270 þúsund króna sekt og missi ökuréttinda í þrjú ár og sex mánuði fyrir að hafa stjórnað jarðýtu undir áhrifum áfengis við Elínarveg á Akranesi. Málsatvik eru þau á lögreglu barst tilkynning um að ökumaður jarðýtu væri grunaður um að vera að stjórna henni undir áhrifum áfengis. Búið væri að taka af honum lyklana en hann neiti að yfirgefa jarðýtuna. Lögreglu var tjáð að ökumaðurinn hafi verið búinn að festa jarðýtuna og farinn að haga sér undarlega. Samstarfsmaður hans hafi því farið inn í jarðýtuna og tekið lykla hennar.