Fréttir

true

Landsbjörg hefur þungar áhyggjur af fjarskiptaöryggi

Fulltrúaráðsfundur Slysavarnafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af fjarskiptaöryggi í dreifðari byggðum landsins, nú þegar slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda og fyrirhugað að slökkva á fleirum. Fundurinn samþykkti samhljóða ályktun þess efnis þar sem segir m.a. „Nú þegar er farið að bera á því að svæði sem áður voru í góðu sambandi,…Lesa meira

true

Frestur til að panta auglýsingar rennur út í dag

Athygli er vakin á því að í næstu viku, miðvikudaginn 17. desember, kemur Jólablað Skessuhorns út. Að venju er stefnt að áhugaverðum og fjölbreyttum efnistökum. Skilafrestur efnis og auglýsinga í blaðið er í dag, föstudaginn 12. desember. Pantanir auglýsinga þurfa að berast á: anita@skessuhorn.is en efni, myndir og greinar óskast sent á: skessuhorn@skessuhorn.is Minnt er…Lesa meira

true

Fengu Evu Björg í heimsókn

Leshópurinn Fífan er hópur innan FEBAN, Félags eldri borgara á Akranesi og í nágrenni. Hópurinn kemur saman einu sinni í viku á veturna, á fimmtudögum klukkan 13. Þá er lesin bók og spjallað um efni hennar. Undanfarnar vikur hefur bókin Marrið í stiganum verið lesin. Hún er eins og kunnugt er eftir Skagakonuna Evu Björg…Lesa meira

true

Einstaklingar í áhættuhópum hvattir til bólusetningar

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir,…Lesa meira

true

Hugljúf og skemmtileg jólamorgunstund Brekkubæjarskóla

Einn af föstum liðum á aðventunni er jólamorgunstund Brekkubæjarskóla sem fram fór í gærmorgun í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar fjölmenntu nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans ásamt fjölda foreldra og annarra aðstandenda nemenda. Þar stigu nemendur á stokk og fylltu húsið með söng og tónlist. Þá var einnig nokkrum nemendum skólans afhentar viðurkenningar fyrir störf…Lesa meira

true

Við dauðamörk við störf á jarðýtu

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann í 270 þúsund króna sekt og missi ökuréttinda í þrjú ár og sex mánuði fyrir að hafa stjórnað jarðýtu undir áhrifum áfengis við Elínarveg á Akranesi. Málsatvik eru þau á lögreglu barst tilkynning um að ökumaður jarðýtu væri grunaður um að vera að stjórna henni undir áhrifum áfengis. Búið væri…Lesa meira

true

Meirihlutinn telur enga ágalla á aukafundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar telur að engir ágallar hafið verið á málsmeðferð í svokölluðu Einkunnamáli sem varafulltrúi í sveitarstjórn gerði athugasemdir við á dögunum í bréfi til Innviðaráðuneytisins. Þetta kemur fram í umsögn sem Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstóri Borgarbyggðar sendi til Innviðaráðuneytisins á dögunum. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns var það Kristján Rafn Sigurðsson…Lesa meira

true

Mest hlutfallsleg fjölgun í Hvalfjarðarsveit

Íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað um 104 frá því 1. desember 2024 eða um 0,6%. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands um íbúafjölda 1. desember 2025. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum í heild um 1,3%. Mest hlutfallsleg fjölgun meðal sveitarfélaga á Vesturlandi varð í Hvalfjarðarsveit. Þar fjölgaði íbúum um 5,7% og voru um síðustu…Lesa meira

true

Ríflega 300 milljónir í eingreiðslu til íbúa á Vesturlandi

Á árunum 2020-2024 var rúmlega 7.062 milljónum króna varið í eingreiðslu í desember til þeirra er hafa átt rétt til greiðslu örorkulífeyris hverju sinni samkvæmt lögum um almannatrygginga eða endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Þetta kemur fram í minnisblaði sem félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur sent velferðarnefnd Alþingis. Nefndin óskaði eftir slíku minnisblaði þar sem…Lesa meira

true

Atvinnuleysi á Vesturlandi jókst í nóvember

Atvinnuleysi á Vesturlandi í nóvember jókst um ríflega fjórðung frá mánuðinum á undan. Atvinnuleysið var að meðaltali 3,3% á Vesturlandi í nóvember en það var 2,6% í október. Á sama tíma jókst atvinnuleysi á landinu öllu úr 3,9% í október í 4,3% í nóvember. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum eða 8,6% en minnst á Norðurlandi…Lesa meira