Fréttir

true

Afar misjafnt hlutfall leikskólakennara af erlendum uppruna

Hlutfall þeirra leikskólakennara á Íslandi sem hafa erlendan bakgrunn er afar misjafnt eftir sveitarfélögum og landshlutum. Þetta kemur fram í svari mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóns Péturs Ziemsen um íslenskukunnáttu leikskólastarfsmanna. Fyrirspyrjandi óskaði eftir upplýsingum um hversu margir starfsmenn leikskóla, sem vinna með börnum, eru ekki með íslensku sem móðurmál og hversu…Lesa meira

true

Hús Laugargerðisskóla boðin til sölu

Björn Þorri Viktorsson fasteignasali hjá Miðborg hefur nú til sölumeðferðar Laugargerðisskóla fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Skólahúsinu fylgir 24,6 ha. eignarland auk 1,25 l/sek heitavatnsréttinda. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að um er að ræða nokkrar fasteignir, alls 2.665,5 fermetrar, sem byggðar voru á árunum 1963-2002; skóli, heimavist og þrjár íbúðir í einni byggingu frá 1963 og…Lesa meira

true

Hver skaraði framúr á árinu?

Skessuhorn stefnir á að útnefna Vestlending ársins 2025 líkt og undanfarna tæpa þrjá áratugi. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningar um þann sem þeim þykir hafa skarað fram úr á árinu og verðskuldi þetta sæmdarheiti. Rökstuðningur í einni eða tveimur setningum þarf að fylgja. Tilnefningar sendist á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 17. desember nk.…Lesa meira

true

Foreldrafélag leikskólans Akrasels hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan hefur nú valið fjórtán verkefni sem hljóta samfélagsstyrk þeirra í ár og hlaut foreldrafélag leikskólans Akrasels á Akranesi hæsta fjárstyrkinn þetta árið, eða 750 þúsund krónur. Upphæðin mun nýtast í uppbyggingu sparkvallar á lóð leikskólans. Foreldrafélagið mun taka virkan þátt í vinnunni við uppsetningu vallarins, ásamt starfsfólki leikskólans, og mun styrkupphæðin verða notuð í…Lesa meira

true

Jólaálfur seldur til stuðnings sálfræðiþjónustu

Sala á Jólaálfi SÁÁ stendur yfir dagana 3. til 7. desember og er tekjum af sölunni ætlað að styðja við sálfræðiþjónustu barna hjá samtökunum. Sálfræðiþjónusta SÁÁ er fyrir börn 8-18 ára sem alast upp við fíknsjúkdóm á heimilinu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, sem SÁÁ niðurgreiðir með sjálfsaflafé. Árlega sinnir SAÁ um 200 börnum auk…Lesa meira

true

Guðjón á verðlaunapalli í ólympískum lyftingum

Guðjón Gauti Vignisson, nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, keppti í ólympískum lyftingum á Norðurlandameistaramóti u17 og u23 sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Guðjón gerði gott á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í sínum þyngdarflokki í U17 flokknum. Alls voru tíu íslenskir keppendur sem kepptu á mótinu. Með þeim í för voru tveir þjálfarar…Lesa meira

true

Vetraráætlun Baldurs er í gildi

Vetraráætlun farþegaferjunnar Baldurs á Breiðafirði er nú í gildi. Ferjan siglir alla daga, nema laugardaga, milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Íbúar með lögheimili á Vestfjörðum fá nú 45% afslátt þegar bókað er á netinu. Með afslættinum kostar fargjald fyrir fullorðinn 3.465 krónur aðra leið og frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Á síðustu misserum…Lesa meira

true

Bókakynning í Snorrastofu á fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20:00 verður bæði boðið upp á Prjóna-bóka-kaffi og bókakynningu í Snorrastofu í Reykholti. Þar munu þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum, fjalla um þau og svara fyrirspurnum. Um er að ræða eftirfarandi höfunda og verk: Gunnar J. Straumland: Og óvænt munu hænur hrossum verpa,  Guðrún Guðlaugsdóttir: Dóu þá ekki blómin? og…Lesa meira

true

Talsverð hreyfing á fylgi milli kannana

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem gerður er fyrir Ríkisútvarpið er fylgi flokka til Alþingis brotið niður á kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi er Samfylking stærsti flokkurinn, mælist með 26,2% fylgi og fengi tvo þingmenn samkvæmt því. Næst stærsti flokkurinn í kjördæminu er Miðflokkurinn sem nú mælist með 19,1% fylgi og fengi einn kjördæmakjörinn þingmann. Miðflokkurinn fékk 21,6%…Lesa meira

true

Framkvæmdir við veg um Kjalarnes hefjast að nýju á næsta ári

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir við næsta áfanga tvöföldunar þjóðvegarins um Kjalarnes hefjist á næsta ári. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar sem lagt var fram á Alþingi í gær. Á álitinu kemur fram að þrátt fyrir að ekki hafi enn verið lögð fram á Alþingi margboðuð samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir…Lesa meira