Fréttir

true

Fjölmenni á fundi Miðflokksins á Akranesi

Miðflokkurinn hélt opinn stjórnmálafund á Útgerðinni við Stillholt á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru meðal annarra mætt þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, Snorri Másson varaformaður og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Að auki voru aðrir þingmenn flokksins mættir til fundarins. Róbert Ketilsson, nýkjörinn formaður Miðflokksdeildar Akraness, stjórnaði fundinum. Forysta flokksins auk Ingibjargar fluttu…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit hafnar beiðni Akraness en ákveður viðhorfskönnun

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að verða ekki við beiðni Akraneskaupstaðar um að efna til óháðrar úttektar á sameiningarkostum sveitarfélaganna tveggja. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 14.október að óska eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráðist verði í könnun á kostum og göllum sameiningar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Í samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar…Lesa meira

true

Borgarnes og Dalvík einu þéttbýlin sem grófhreinsa nægilega skólp

Borgarnes og Dalvík eru einu þéttbýlin á landinu sem uppfylla kröfur um hreinsun samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfis- og orkustofnunar um stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2024. Skýrslan nær til 29 þéttbýla sem losa um eða yfir 2.000 svokallaðar persónueiningar eða um 90% af íbúafjölda á…Lesa meira

true

Lionsmenn undirbúa að setja upp ljós í kirkjugarðinum

Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum nú í byrjun aðventunnar. Þetta verkefni og stuðningur almennings við það hefur gert Lionsmönnum kleift að styðja við bakið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og fleiri verkefni. Að þessu ári gaf klúbbúrinn til dæmis HVE vaktara með hjartalínuriti og súrefnismettunarmæli ætlað til…Lesa meira

true

Af umferð liðinnar viku

Í vikunni sem leið voru 37 kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Á hraðamyndavélabifreið embættisins voru auk þess teknar myndir af 371 ökumanni sem ók of hratt. Af þessum 371 ökumönnum voru einnig þrír þeirra að nota farsíma við akstur. Einn var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og tveir stöðvaðir…Lesa meira

true

Miðflokkurinn stefnir á framboð í vor

Þingmenn Miðflokksins hafa að undanförnu verið á ferð um landið, stappað stálinu í félagsmenn sína og stofnað nýjar deildir. Nýverið fór fram auka aðalfundur Miðflokksdeildar á Akranesi og stofnfundur var haldinn í Borgarbyggð síðastliðinn laugardag. Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður flokksins í kjördæminu segir í samtali við Skessuhorn að með þessu sé verið að undirbúa væntanleg framboð…Lesa meira

true

Orkuveitan ekki með greiðslufallstryggingu líkt og Landsvirkjun

Orkuveita Reykjavíkur er ekki með greiðslufallstryggingu líkt og Landsvirkjun er bætir fjártjón þegar greiðslufall verður hjá viðskiptavinum. Í frétt Skessuhorns í gær kom fram að Norðurál á Grundartanga hefði tilkynnt Landsvirkjun líkt og Orkuveitu Reykjavíkur að greiðslufall yrði vegna þeirrar orku sem fyrirtækið getur ekki nýtt næstu mánuði vegna bilunar í rafbúnaði. Ljóst er að…Lesa meira

true

Hluti golfvallar endurbyggður á nýjum stað

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar hefur fyrir sitt leiti samþykkt framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar og breytinga á golfvellinum Hamri við Borgarnes. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir sem kæmu í stað þeirra sem eru innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar, en þjóðvegur 1 liggur sem kunnugt er samhliða hluta golfvallarins. Mögulega þurfa þær brautir næst veginum að víkja í tímans rás þegar…Lesa meira

true

Steypuvinna hafin á Fólóreitnum

Í morgun hófst steypuvinna á lóð Kirkjubrautar 39 á Akranesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns mun þar rísa hús með íbúðum á efri hæðum auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð og bílakjallara. Undanfarnar vikur hefur vinna við grunn byggingarinnar staðið yfir en sú vinna hefur verið talsvert flókin vegna tilfærslu fjölda lagna…Lesa meira