
Steypuvinna hafin á Fólóreitnum
Í morgun hófst steypuvinna á lóð Kirkjubrautar 39 á Akranesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns mun þar rísa hús með íbúðum á efri hæðum auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð og bílakjallara. Undanfarnar vikur hefur vinna við grunn byggingarinnar staðið yfir en sú vinna hefur verið talsvert flókin vegna tilfærslu fjölda lagna en miðstöð símaþjónustu Mílu og tengdra fyrritækja er í næsta húsi, í gömlu símstöðinni.