
Spilað á Hamarsvelli. Ljósm. úr safni Skessuhorns
Hluti golfvallar endurbyggður á nýjum stað
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar hefur fyrir sitt leiti samþykkt framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar og breytinga á golfvellinum Hamri við Borgarnes. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir sem kæmu í stað þeirra sem eru innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar, en þjóðvegur 1 liggur sem kunnugt er samhliða hluta golfvallarins. Mögulega þurfa þær brautir næst veginum að víkja í tímans rás þegar ríkið hefur ráð á að breikka þjóðveginn. Fyrirhugað er að móta nýjan völl sem verður vestan við Hótel Hamar á framkvæmdasvæði sem er 12-15 hektarar að stærð. Þar er gert ráð fyrir að hækka landið um allt að hálfan metra til að móta landslag fyrir nýjar golfbrautir. Borgarverk mun vinna það verk.