Spilað á Hamarsvelli. Ljósm. úr safni Skessuhorns

Hluti golfvallar endurbyggður á nýjum stað

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar hefur fyrir sitt leiti samþykkt framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar og breytinga á golfvellinum Hamri við Borgarnes. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir sem kæmu í stað þeirra sem eru innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar, en þjóðvegur 1 liggur sem kunnugt er samhliða hluta golfvallarins. Mögulega þurfa þær brautir næst veginum að víkja í tímans rás þegar ríkið hefur ráð á að breikka þjóðveginn. Fyrirhugað er að móta nýjan völl sem verður vestan við Hótel Hamar á framkvæmdasvæði sem er 12-15 hektarar að stærð. Þar er gert ráð fyrir að hækka landið um allt að hálfan metra til að móta landslag fyrir nýjar golfbrautir. Borgarverk mun vinna það verk.

Hluti golfvallar endurbyggður á nýjum stað - Skessuhorn