
Af umferð liðinnar viku
Í vikunni sem leið voru 37 kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Á hraðamyndavélabifreið embættisins voru auk þess teknar myndir af 371 ökumanni sem ók of hratt. Af þessum 371 ökumönnum voru einnig þrír þeirra að nota farsíma við akstur. Einn var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og tveir stöðvaðir og handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Annar þeirra hafði einnig á sér fíkniefni sem voru haldlögð af lögreglu.