
Norðurál á Grundartanga hefur tilkynnt Landsvirkjun að fyrirtækið meti það svo að bilunin sem varð fyrir skömmu í rafbúnaði fyrirtækisins falli undir svokallað force majeure ákvæði í raforkusamningi fyrirtækjanna. Þar með virkjast slíkt ákvæði í samningnum og kaupskylda á raforku samkvæmt samningi fyrirtækjanna fellur niður. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar í samtali við Skessuhorn.…Lesa meira








