Fréttir
Norðurál á Grundartanga. Ljósm. mm

Norðurál tilkynnir Orkuveitunni um greiðslufall raforkureikninga

Norðurál á Grundartanga hefur tilkynnt Orkuveitu Reykjavíkur um að greiðslufall verði af hálfu fyrirtækisins vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Orkuveitan hefur sent frá sér. Í kjölfarið hefur Orkuveitan breytt fjárhagsspá fyrirtækisins á þann veg að reiknað er með um einum milljarði lægri rekstrarhagnaði á yfirstandandi ári en í fyrri spá. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um tveggja milljarða króna niðurskurð rekstrarkostnaðar á árinu 2026 og einnig um sex milljarða króna lækkun fjárfestinga á því ári. Þá verða arðgreiðslur á árinu 2026 einnig lækkaðar um tvo milljarða króna.