Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólms krefst forgangs Skógarstrandarvegar

Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekaði á fundi sínum á dögunum mikilvægi þess að uppbygging Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd verði sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 og fimm ára aðgerðaráætlun 2024-2024 var gert ráð fyrir lagfæringum á tilteknum köflum vegarins. Eins og kunnugt er, er þess nú beðið að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggi fram nýja samgönguáætlun og var við það miðað að hún kæmi fram á haustþingi. Dögum þess þings fer nú fækkandi en bæjarstjórn Stykkishólms telur brýnt að ný áætlun endurspegli raunverulegan forgang vegarins.