
Urðunarstaður Sorpurðunar Vesturlands er í Fíflholtum á Mýrum.
Borgarbyggð vill skoða útgreiðslu eigin fjár Sorpurðunar Vesturlands
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að beina því til stjórnar Sorpurðunar Vesturlands að skoða möguleika þess að greiða umfram eigið fé fyrirtækisins til eigenda þess og/eða móta stefnu í þá veruna. Samþykktin kom í kjölfar umfjöllunar ráðsins um rekstraráætlun Sorpurðunar Vesturlands fyrir árin 2025-2027 ásamt gjaldskrá fyrirtækisins fyrir árið 2026.