
Lokun 2G og 3G getur torveldað samband við 112
Fjarskiptastofa hefur gerið út leiðbeiningar til fjarskiptafyrirtækja til þess að koma í veg fyrir hugsanlega hnökra á því að almenningur geti hringt í Neyðarlínuna 112 þegar slökkt er á 2G og 3G farsímakerfunum. Fjarskiptastofa hefur umsjón með fjarskiptum á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í því að tryggja að fjarskiptakerfi landsins séu örugg, áreiðanleg og tilbúin þegar á reynir. Að undanförnu hafa farsímafyrirtækin á Íslandi smám saman verið að loka 2G og 3G farsímakerfum og beina viðskiptavinum sínum á 4G og 5G kerfin.