Fréttir

true

Úthluta styrkjum til orkuskipta

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað 1.308 milljónum króna til 109 verkefna sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða fela í sér nýsköpun og innleiðingu nýrrar tækni á sviðu umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikill áhugi var á styrkjum úr sjóðnum, en alls bárust 292 umsóknir og nam heildarupphæð umsókna alls 8.845 milljónum króna sem er…Lesa meira

true

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar Sundabraut

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill að hagkvæmasti kosturinn verði valinn við gerð Sundabrautar svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Þetta kemur fram í umsögn um umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur kynnt í Skipulagsgátt. Í umsögninni, sem sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, er áformum um lagningu Sundabrautar fagnað og telur sveitarstjórnin verkefnið mikilvæga samgöngubót sem auka…Lesa meira

true

Hunda- og kattahald verður nú leyft í fjölbýlishúsum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda húsnæðis ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Í framsöguræðu sinni á Alþingi í haust undirstrikaði Inga Sæland að breytingunum væri ætlað að liðka…Lesa meira

true

Lögregla kannaði rekstrarleyfi fyrir akstur í ferðaþjónustu

Í vikunni sem leið stöðvaði og kærði Lögreglan á Vesturlandi 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma við akstur og tveir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Fjarlægð voru skráningarmerki af fjórum ökutækjum, ýmist vegna vanrækslu á að færa…Lesa meira

true

Ný og endurbætt kennsluaðstaða fyrir list- og verkgreinar í Grundaskóla – myndasyrpa

Eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni var opið hús í Grundaskóla laugardaginn 1. nóvember síðastliðinn. Þá gátu gestir skoðað aðstöðu í endurbyggðri álmu skólans. Í þessari álmu eru kennslustofur á miðhæð, vinnustofa og starfsmannaaðstaða á efstu hæð en neðsta hæðin er ný og glæsileg kennsluaðstaða fyrir fjölbreyttar list- og verkgreinar. Blaðamanni lék forvitni…Lesa meira

true

Heitavatnsfundur í Reykholtsdal

Nýverið var gerð tilraun til að bora eftir heitu vatni í landi Brekkukots í Reykholtsdal. Tvisvar áður hefur verið borað á svipuðum slóðum, en án árangur. Reyndar fannst gott neysluvatn í annarri tilrauninni sem er reyndar ekki síður dýrmætt og hefur það vatn verið virkjað til neyslu. Að sögn Þorvaldar Jónssonar bónda var nú, að…Lesa meira

true

Segir skýrt brot á samningnum um EES verði þetta niðurstaðan

Ólafur Adolfsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í gær um að undanskilja hvorki Noreg né Ísland frá verndartollum á kísilmálm, sé skýrt brot á EES samningnum að hans mati. „Ég frétti af þessu um miðjan dag í dag og er enn að melta þessi slæmu tíðindi. Við bíðum að…Lesa meira

true

Gríðarlegt högg ef ESB leggur á verndartolla á kísilmálm

Ísland og Noregur fá ekki undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna kísilmálms, samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn ESB kynnti í gær. Aðildarríki ESB eiga þó eftir að gefa endanlegt samþykki. Ljóst er að ef ESB ríkin samþykkja þetta verður um gríðarlegt högg að ræða fyrir starfsemi Elkem Ísland á Grundartanga, eins og þegar hefur komið fram…Lesa meira

true

Sveitarstjórn ályktar um verndartolla á kísilmálm

„Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að Ísland og Noregur fái ekki undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart kísilmálmi samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn ESB tilkynnti í gær. Ákvörðunin er í ósamræmi við EES-samninginn,“ segir í ályktun sveitarstjórnar frá því fyrr í dag. „Líkt og kom fram í fyrri yfirlýsingu sveitarstjórnar vegna málsins þá verður…Lesa meira

true

Guðveig tilkynnir að hún gefi ekki kost á sér í oddvitasætið

Guðveig Lind Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð og forseti sveitarstjórnar, var að tilkynna að hún gefi ekki kost á sér til forystu áfram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. „Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram í  sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara á næsta ári og vinn því þessa dagana með starfsmönnum ráðhússins og sveitarstjórn…Lesa meira