Fréttir

true

Atvinnuleysi jókst í október

Atvinnuleysi á Vesturlandi í október var um 2,6% og hafði því aukist um 8,33% á milli mánaða, en það var 2,2% í september. Atvinnuleysi á landinu öllu var í október 3,9% en var 3,5% í september. Alls voru 274 manns atvinnulausir á Vesturlandi í október þar af 151 karl og 123 konur en mánuðinn á…Lesa meira

true

Ný húsaleigulög eiga að bæta réttarvernd leigjenda

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á húsaleigulögum. Lögunum er ætlað að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda með því að stuðla að aukinni langtímaleigu og fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Þeim er einnig ætlað að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn með almennri skráningu leigusamninga og auknu gagnsæi um upplýsingar í…Lesa meira

true

Skagamenn ofarlega í tvímenningi í keilu

Íslandsmeistaramótinu í tvímenningi í keilu lauk á sunnudaginn í Egilshöll. Hafþór Harðarson (ÍR) og Gunnar Þór Ásgeirsson (ÍR) urðu Íslandsmeistarar. Þeir voru efstir eftir undankeppni laugardagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu feðgar frá Akranesi, þeir Sigurður Þorsteinn…Lesa meira

true

Umferð jókst á Vesturlandi en minnkaði á Hringveginum

Umferð á Hringveginum í október dróst talsvert mikið saman, eða um 2,5%. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem umferð minnkar og fjórði mánuðurinn á árinu. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni. Áætlað er að umferðin í ár aukist lítillega eða um 0,5-1,0% sem er mun minni aukning en að meðaltali liðin ár.…Lesa meira

true

Dalabyggð og Bríet semja um uppbyggingu og leiguvernd

Sveitarstjórn Dalabyggðar og Leigufélagið Bríet hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Bríet byggir parhús við Borgarbraut 4 í Búðardal en sveitarfélagið ábyrgist ákveðna leiguvernd gagnvart Bríeti sem virkjast ef ekki fást leigjendur í húsnæðið. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns reisti Leigufélagið Bríet fyrr á þessu ári parhús við…Lesa meira

true

Krakkarnir á unglingastigi héldu Rökkurkviss

Þriðjudaginn 4. nóvember héldu krakkarnir á unglingastigi Grunnskóla Grundarfjarðar frábært Rökkurkviss fyrir Grundfirðinga og nærsveitunga. Fullt var út úr dyrum og hart barist um vegleg verðlaun sem í boði voru. Leikar voru jafnir og þurfti bráðabanaspurningu til að skera úr um þriðja og fjórða sæti og einnig um fyrsta og annað sæti. Þetta var mjög…Lesa meira

true

Herferð gegn sóun á fatnaði

Verkefnið Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Íslendingar losa sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag á sama tíma og gæði á fatnaði fara dvínandi. Aðeins lítill hluti af fötum kemst í endurnotkun innanlands. Helstu markmið herferðarinnar er að fá fólk…Lesa meira

true

Vösk sundsveit af Skaganum

Frábær árangur var hjá sundfólki frá Sundfólki Akraness á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fór um liðna helgi. Sundfólk SA kom heim með unglingameistaratitil, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Sunna Arnfinnsdóttir varð Unglingameistari í 1500m skriðsundi á tímanum 18:01,27, sem tryggði henni einnig annað sæti í opnum flokki. Þetta var frábær bæting,…Lesa meira

true

Álftanes fór með sigur úr Grundarfirði

Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á móti liði Álftaness í 1. deild kvenna í blaki á sunnudaginn. Heimastúlkur byrjuðu betur og voru komnar með góða forystu í fyrstu hrinu áður en gestirnir tóku við sér og jöfnuðu metin í 19-19. UMFG náði þó að klára hrinuna með 25-22 sigri og komast í 1-0 í leiknum. Í annarri…Lesa meira

true

Mótmæla harðlega frumvarpi um opinbera háskóla

Fyrir helgi rann út frestur til að skila inn umsögnum í Samráðsgátt um frumvarp menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla. Meginefni frumvarpsins felur í sér nýtt heimildarákvæði í lögum um opinbera háskóla, fyrir tvo eða fleiri sjálfstæða háskóla, sem njóta viðurkenningar samkvæmt lögum um…Lesa meira