
Ný húsaleigulög eiga að bæta réttarvernd leigjenda
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á húsaleigulögum. Lögunum er ætlað að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda með því að stuðla að aukinni langtímaleigu og fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Þeim er einnig ætlað að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn með almennri skráningu leigusamninga og auknu gagnsæi um upplýsingar í leigusamningum.