Fréttir

true

Séra María tekin við starfi prófasts

Séra María Guðrúnar- Ágústsdóttir tók við starfi prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi 1. nóvember. Fyrir tæpu ári tók hún við starfi sóknarprests í Reykholtsprestakalli og settist að í Reykholti. Í samtali við Skesshorn segir séra María að þegar ljóst varð að séra Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi hygðist fara á eftirlaun hafi hún tekið sér tíma í…Lesa meira

true

Rafmagnslaust í Hvalfirði

Rafmagnslaust verður í Hvalfirði í dag, 4. nóvember frá klukkan 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.  Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rofLesa meira

true

Kaupa 300 jólagjafir af heimafyrirtækjum

Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur auglýst eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2025. Fyrirkomulagið verður þannig að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 krónur ásamt upptalningu á fyrirtækjum…Lesa meira

true

Blaklið Grundarfjarðar stóð í ströngu

Það var heldur betur mikið um að vera hjá 1. deildar liði UMFG í blaki um liðna helgi. Laugardaginn 1. nóvember tók liðið á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Það sáu gestirnir aldrei til sólar og töpuðu öllum hrinunum nokkuð örugglega 25-3, 25-9 og svo 25-10 og öruggur sigur UMFG staðreynd.…Lesa meira

true

Skipulagsstofnun vill að umhverfismatsskýrsla verði endurskoðuð

Skipulagsstofnun beinir því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að skoða nánar umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagti Hvalfjarðarsveitar vegna uppbyggingar við Botn í Hvalfirði. Bendir stofnunin meðal annars á umsögn Veðurstofu Íslands þar sem kemur fram að mögulega væri þörf á staðbundnu ofanflóðahættumati. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi 27. mars 2024 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á…Lesa meira

true

Lionsmenn i Ólafsvík minnast siglingarsögunnar

Lionsklúbbur Ólafsvíkur hefur í hyggju að reisa listaverkið 115 ár eftir Þór Magnússon við Hrafnabjörg, austan við Ólafsvík. Listaverkið verður um þrír og hálfur metri að hæð og fjórir metrar í þvermál. Markmið verksins er að varðveita minningu um mikilvæga siglingasögu Ólafsvíkur og leggja áherslu á tengsl samfélagsins við sjóinn, Jökulinn og samstöðu bæjarbúa í…Lesa meira

true

Tónleikar til styrktar góðu málefni

Þriðjudaginn 28. október voru haldnir örtónleikar í Grundarfjarðarkirkju. Þar spilaði Þorkell Máni Þorkelsson organisti undir og Sylvía Rún Guðnýjardóttir söng af mikilli innlifun. Enginn aðgangseyrir var rukkaður en fólki var bent á að styrkja gott málefni. Þau Sylvía og Máni ákváðu að láta þann aðgangseyrir sem safnaðist renna óskertan til Herdísar og Óla sem eru…Lesa meira

true

Þrjátíu ár af Orku

Orkan er 30 ára í dag. „Frá opnun hefur markmið Orkunnar ávallt verið á lægra verð og að bjóða viðskiptavinum bestu þjónustuupplifun. Björn Erlingsson hefur starfað hjá Orkunni frá stofnun og rifjar upp að við opnun á stöðvunum var hægt að greiða með greiðslukortum og peningaseðlum sem þótti stórt skref á þeim tíma, að geta…Lesa meira

true

Heiðarskóli fagnar sextíu ára afmæli

Sunnudaginn 9. nóvember verða 60 ár liðin frá því að Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit hóf starfsemi sína. Af því tilefni verður haldið upp á þennan merkisdag föstudaginn 7. nóvember með opnu húsi í skólanum frá kl. 10-14. Fjölbreytt dagskrá verður í boði af þessu tilefni. Frá kl. 10-11 verður sýning nemenda skólans um átthagaþema þar sem…Lesa meira

true

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi

Talsverð tímamót verða í Borgarbyggð á fimmtudaginn þegar reisugildi hins nýja fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi verður haldið hátíðlegt. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 20. mars á þessu ári og verklok eru áætluð í ágúst á næsta ári. Nú er allt stálvirki hússins komið upp, steypuvinnu er lokið og er nú unnið að einangrun og…Lesa meira