
Mladen Svitlica þjálfari UMFG er hér kampakátur eftir 3-0 sigur á liði Sindra síðasta laugardag. Ljósm. tfk
Blaklið Grundarfjarðar stóð í ströngu
Það var heldur betur mikið um að vera hjá 1. deildar liði UMFG í blaki um liðna helgi. Laugardaginn 1. nóvember tók liðið á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Það sáu gestirnir aldrei til sólar og töpuðu öllum hrinunum nokkuð örugglega 25-3, 25-9 og svo 25-10 og öruggur sigur UMFG staðreynd.