Fréttir

true

Afgerandi meirihluti fylgjandi Sundabraut

Þrír af hverjum fjórum landsmanna eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir Vegagerðina. Af þeim 76% sem eru hlynnt því að Sundabraut verði lögð eru ríflega 47% því mjög hlynnt og 28,5% frekar hlynnt. Könnunin fór fram dagana 3. til 15. október og voru svarendur 2.182 talsins.Lesa meira

true

Kostnaður vegna kjarasamninga meðal þátta sem sliga rekstur heilbrigðisstofnana

Nýgerðir kjarasamningar við lykilstéttir heilbrigðisþjónustunnar munu kosta heilbrigðisstofnanir umtalsverða fjármuni og má þar nefna að kostnaðarauki vegna nýs kjarasamnings lækna er um 30%. Þetta kemur fram í bréfi sem forstjórar sex heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sendu fjárlaganefnd Alþingis vegna fjárlaga ársins 2026. Fram kemur að áðurnefndar stofnanir verði allar reknar með umtalsverðum halla á árinu 2025…Lesa meira

true

Söngtónleikar í Vinaminni á fimmtudagskvöld

Kalman – tónlistarfélag Akraness býður til stórtónleika á Vökudögum nk. fimmtudag, 23. október kl. 20. Þar kemur fram stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson ásamt stórtenórnum Kolbeini Jóni Ketilssyni og Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Hugo Wolf, Fransexco Paolo Tosti, Richard Strauss…Lesa meira

true

Sigurjónsvaka í tali og tónum

Laugardaginn 25. október kl. 16.00 verður viðburður í Hallgrímskirkju í Saurbæ. „Í ár heiðrum við sr. Sigurjón Guðjónsson (1901 – 1995) sem sat hér í Saurbæ allan sinn starfsaldur. Hann var gott sálmaskáld og á níu sálma í núverandi sálmabók. Sr. Sigurjón var bæði prestur og prófastur og sat staðinn þegar núverandi kirkja var byggð…Lesa meira

true

Annir í umferðareftirliti og nokkur óhöpp

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af ríflega hálfu hundraði ökumanna í vikunni vegna of hraðs aksturs. Auk þess voru brot um 250 ökumanna mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ýmis óhöpp voru í umferðinni í vikunni. Í Borgarnesi var vespu ekið í veg fyrir bifreið með þeim afleiðingum…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 21. október, frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

AvAir höllin tekin í notkun á næstu dögum

Í júní í sumar gerði Körfuknattleiksfélag ÍA samning við AvAir um að gerast aðalstyrktaraðili liðsins. Samhliða því mun keppnishús félagsins á Jaðarsbökkum bera nafn fyrirtækisins. AvAir er bandarískt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi og leiðandi aðili á heimsvísu í viðskiptum með flugvélavarahluti. Fyrirtækið þjónustar þúsundir viðskiptavina um heim allan. Framkvæmdastjóri AvAir fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku…Lesa meira

true

Elkem dregur úr framleiðslu og boðar uppsagnir á Íslandi og í Noregi

Elkem ASA hefur ákveðið að draga að hluta úr framleiðslu kísiljárns í verksmiðjunum í Rana í Noregi og á Grundartanga í Hvalfirði vegna krefjandi markaðsaðstæðna. „Skerðingin getur leitt til tímabundinna uppsagna starfsmanna,“ segir í tilkynningu frá Elkem í Noregi. „Við höfum ákveðið að draga tímabundið úr framleiðslu vegna áframhaldandi veikrar markaðsaðstæðna í Evrópu, sem hefur…Lesa meira

true

Skatturinn óskar eftir gjaldþrotaskiptum Fasteflis ehf.

Skatturinn hefur krafist þess að fyrirtækið Fastefli ehf. í Mosfellsbæ verði tekið til gjaldþrotaskipta. Verður krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. nóvember. Þetta kom fram í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu fyrr í mánuðinum. Óvenjulegt er að þessi háttur sé hafður á í tilkynningu sem þessari en hún er til komin vegna þess að fyrirsvarsmaður fyrirtækisins…Lesa meira

true

Eyjólfur dregur til baka kröfu um meirapróf á dráttarvélar

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur dregið til baka tillögu um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011. Breytingin féll vægast sagt í grýttan jarðveg hjá bændum, enda fól hún í sér forsendubrest á fjölmörgum bújörðum. „Ég get upplýst að fallið verður frá áformum um þrepaskipt réttindi til aksturs dráttarvéla,“ skrifar Eyjólfur í tilkynningu. Þegar samráðsferli lauk…Lesa meira