Fréttir

true

Sextán veghefilstjórar lærðu réttu handtökin

Um sjö þúsund kílómetrar af íslenska þjóðvegakerfinu, eða um 54% þess, eru malarvegir. Því er mikilvægt að viðhaldi þeirra sé sinnt af fagmennsku og þekkingu. Vegagerðin stendur reglulega fyrir námskeiðum fyrir veghefilstjóra og var eitt slíkt haldið í byrjun júní á Hótel Varmalandi í Borgarfirði. Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er sagt frá því. Á…Lesa meira

true

Atvinnuleysi minnkaði lítillega í ágúst

Atvinnuleysi minnkaði lítillega á milli mánaða á Vesturlandi í ágúst samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Í ágúst var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3%. Hjá körlum var atvinnuleysið 2,4% en hjá konum 2,1%. Eru þetta sömu hlutfallstölur og í júlí. Í lok ágúst voru 227 manns án atvinnu á Vesturlandi en voru 245 í lok júlí. Flestir voru…Lesa meira

true

Stofnsamningur Farsældarráðs Vesturlands undirritaður

Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn stofnana og félaga á Vesturlandi undirrituðu í gær á Akranesi samning um stofnun Farsældarráðs Vesturlands. Það var 17. maí 2024 sem Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Ásmundur Einar Daðason þáverandi mennta- og barnamálaráðherra undirrituðu samning um svæðisbundið farsældarráð á Vesturlandi. Var Vesturland þá fyrsti landshlutinn til að sameinast…Lesa meira

true

Vandræði vegna 4G senda í Borgarfirði

Þessar vikurnar standa yfir lokanir á 3G fjarskiptasendum um land allt. Það kallar á að þeir sem eiga slíka GSM síma þurfa að fjárfesta í nýjum síma sem styður 4G eða 5G. Nokkuð er um að símnotendur hafi ekki skipt um síma í tíma og lent þar af leiðandi í tilheyrandi sambandsleysi. Umræddum lokunum hafa…Lesa meira

true

Skrifstofa SSV lokuð í dag vegna útfarar

Í dag fer fram frá Grafarvogskirkju útför Svölu Svavarsdóttur viðskiptafræðings og starfsmanns Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Svala lést 22. september síðastliðinn 51 árs að aldri. Í starfi sínu var Svala í samskiptum við fjölmargt fólk innan sem utan Vesturlands. Meðal annars starfólk Skessuhorns og voru þau samskipti ætíð á glaðværum og jákvæðum nótum. En þéttast…Lesa meira

true

Gilið í Ólafsvík lagfært

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir hjá Borgarverki í Gilinu í Ólafsvík. Verið er að gera endurbætur í læknum sem felast meðal annars í því að hlaða grjótvörn í botninum ásamt því að víkka út farveginn svo hann geti í flóðum flutt meira vatn. Auk þessara framkvæmda verður hreinsað efni fyrir ofan stífluna í Gilinu…Lesa meira

true

Jarðskjálftahrina við Grjótárvatn

Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Síðast mældist skjálfti 3,2 að stærð þriðjudaginn 29. júlí sl. Veðurstofan segir engar tilkynningar hafa borist um að skjálftans hafi orðið vart í byggð.Lesa meira

true

Fólk sem vill og þorir

Rætt við nýja eigendur að Hótel Borgarnesi Hótel Borgarnes stendur við Egilsgötu 11 í Borgarnesi og þar á ferðaþjónusta sér langa sögu. Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstrinum, hjónin Lína Móey Bjarnadóttir og Sigurður Karlsson. Blaðamaður Skessuhorns settist um stund niður með þeim á skrifstofunni til að taka stöðuna. Ýmis tengsl við svæðið Þau…Lesa meira

true

Vilja flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður Norðausturkjördæmis hefur ásamt níu öðrum þingmönnum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku. Lagt er til að Alþingi álykti að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku, nánar tiltekið Blöndulínu 3, Holtavörðuheiðarlínu 1 og Holtavörðuheiðarlínu 3, með það að markmiði að draga…Lesa meira

true

Veiðifélag Þverár segir upp samningi um uppkaup netalagna

Árið 1990 var gert samkomulag milli Veiðifélags Hvítár í Borgarfirði og samtals sjö veiðifélaga í hliðarám Hvítár um leigu á réttinum til netaveiða allt frá ósi að ármótum Reykjadalsár. Í þessu samkomulagi fólst að greitt væri fyrir að netin yrðu ekki lögð. Þetta var gert með það að markmiði að sá lax sem annars yrði…Lesa meira