
Í kjölfar endurskoðunar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði hefur Alma Möller heilbrigðisráðherra ákveðið að gera breytingar á greiðsluþátttökukerfinu um næstu áramót. Frá því að kerfið var innleitt árið 2013 hafa engar uppfærslur verið gerðar á fjárhæðum þess, þrátt fyrir ákvæði laga um að það skuli gert. Hlutfallsleg greiðsluþátttaka sjúklinga hefur því lækkað umtalsvert að raunvirði…Lesa meira