Fréttir

Breytingar á greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði

Í kjölfar endurskoðunar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði hefur Alma Möller heilbrigðisráðherra ákveðið að gera breytingar á greiðsluþátttökukerfinu um næstu áramót. Frá því að kerfið var innleitt árið 2013 hafa engar uppfærslur verið gerðar á fjárhæðum þess, þrátt fyrir ákvæði laga um að það skuli gert. Hlutfallsleg greiðsluþátttaka sjúklinga hefur því lækkað umtalsvert að raunvirði á sama tíma og útgjöld sjúkratrygginga hafa aukist verulega. Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn.