Fréttir

true

Miðstjórn ASÍ mótmælir skerðingu atvinnuleysistrygginga

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að skerða atvinnuleysistryggingar og skorar á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að láta aðra en atvinnulausa greiða fyrir sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar. „Bein réttindaskerðing er ekki hagræðing eða ráðdeild í ríkisfjármálum,“ segir í ályktun sambandsins. „Umrædd áform bætast nú við miður ígrunduð áform ríkisstjórnarinnar um afnám jöfnunarframlags vegna örorkubyrði sem…Lesa meira

true

Karen Anna Orlita í Færeyjum með Framtíðarhópi SSÍ

Í byrjun þessa mánaðar fór Framtíðarhópur Sundsambands Íslands í ferð til Færeyja. Markmiðið var að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyja og skapa frábært verkefni fyrir besta aldursflokkasundfólk landsins. Föstudagurinn hófst með sameiginlegri æfingu, þar sem sundfólkið frá báðum þjóðum sameinaðist undir leiðsögn þjálfara. Að æfingu lokinni borðaði hópurinn saman í sundlauginni. Laugardagurinn var sérstaklega…Lesa meira

true

Ráðherra boðar sameiningu stoðþjónustu og stjórnunar framhaldsskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur boðað breytingu á skipulagi framhaldsskóla landsins sem felur í sér að stoðþjónusta og stjórnun ákveðinna skóla verður sameinuð á einum stað í svæðisskrifstofu. Ekki liggur fyrir hvaða skólar sameinast undir hverju svæði. Framhaldsskólarnir í landinu eru alls 27. Þar af eru þrír á Vesturlandi; Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Fjölbrautaskóli Snæfellinga í…Lesa meira

true

Þrír dagar eftir í sameiningarkosningum

Íbúakosningu um tillögu nefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps lýkur síðdegis á laugardaginn. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar formanns kjörstjórnar hefur verið afar dræm kjörsókn í Borgarbyggð það sem af er kosningunni, en öllu meiri í Skorradalshreppi. Í gær höfðu innan við 5% nýtt kosningarétt sinn í Borgarbyggð en 36% í Skorradal. Í dag verða kjördeildir…Lesa meira

true

Það er bara allt skemmtilegt!

Heimsókn til Jónu Esterar Kristjánsdóttur í Borgarnesi Lögreglan nýtir sér gjarnan Facebook samfélagsmiðilinn til að koma athugasemdum á framfæri við íbúa landsins og það þykir sjálfsagt og gagnlegt. Fyrir stuttu brá hins vegar svo við að á síðu Lögreglunnar á Vesturlandi birtist óvenjuleg færsla. Hún var um brauðtertur. Skessuhorn ákvað að kynna sér málið. Vandað…Lesa meira

true

Malbikun við Kúludalsá í dag

Í dag fimmtudaginn 18. september frá kl. 09:00 til kl. 13:00 verða malbikunarframkvæmdir á hringveginum framhjá Kúludalsá. Kaflinn er um 700 m að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgs við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Þeim sem eiga erindi á Grundartanga verður hleypt í gegnum lokun að norðanverðu.Lesa meira

true

Smár í fjallasal

Guðmundur Rúnar Svansson leiðsögumaður í Dalsmynni var fyrr í vikunni á ferð með hóp fólks á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli. Fólkið var úr Alpahópi Ferðafélags Íslands. Þarna er leiðsögumaðurinn gulklæddur „á tröppum“ Tröllakirkju. Fallegir hauslitir gera umhverfið enn tignarlegra. Myndina tók Haukur Logi Karlsson.Lesa meira

true

Gróðursetningardagur í grunnskólanum

Á þriðjudaginn var öllum íbúum Grundarfjarðar boðið í Grunnskóla Grundarfjarðar á degi Íslenskrar náttúru. Skógræktarfélag Eyrarsveitar, Lionsklúbbur Grundarjarðar og Grundarfjarðarbær mættur þá í skólann með 600 plöntur til gróðursetningar á svæðinu. Krakkarnir tóku til hendinni og gróðursettu plönturnar áður en grillaðar voru pylsur ofan í mannskapinn. Glæsilegt framtak í tilefni dagsins.Lesa meira

true

Í leitum á Langavatnsdal – myndasyrpa

Matráðum fylgt eftir í gangnamannaskálann á Torfhvalastöðum Langavatnsdalur skerst inn í hálendið milli Mýra- og Dalasýslna. Þar hefur í aldanna rás verið alfaraleið milli sýslna og afréttur bænda allt aftur í landnám. Það er grösugt og fallegt inn á Langavatnsdal og víða lynggróður í ásum og brekkum og því kjörlendi fyrir fé sem getur fundið…Lesa meira

true

Kortleggja hættuatvik og slys í íslenskri náttúru

Ferðamálastofa birtir nú í fyrsta sinn í Mælaborði ferðaþjónustunnar samantekt á hættuatvikum og slysum sem tengjast ferðafólki og útivistarfólki í íslenskri náttúru. Samantektin var unnin af Ferðamálastofu og byggir á atvikum sem fundust með leit í Google og á völdum vefmiðlum. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska…Lesa meira