
Klukkan 08:39 í morgun mældist skjálfti af stærðinni 3,7 í Holtum í Rangárvallasýslu, við Ketilsstaðaholt. Skjálftinn varð á þekktri jarðskjálftasprungu og fannst víða á Suður- og Suðvesturlandi. Nokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt. Þetta er stærsti skjálfti á þessu svæði síðan í maí 2014 þegar skjálfti af stærðinni 4,2 mældist á sprungunni.Lesa meira








