
Björgunarsveitir af sunnanverðu Vesturlandi voru um miðjan dag í gær kallaðar út. Kona í gönguferð hafði fótbrotið sig illa við Paradísarfoss, sem er skammt frá Glymi í Botnsdal. Vegna aðstæðna var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð á slysstað. Þegar hlúð hafði verið að konunni á vettvangi flutti þyrlan hana á sjúkrahús í Reykjavík.Lesa meira








