Fréttir

true

Stöðvaður á 186 km hraða

Fjórir ökumenn voru í liðinni viku kærðir vegna notkunar farsíma án handfrjáls búnaðar. Lögreglumenn stöðvuðu alls 89 vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast ók var á 186 km hraða á klst. og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Hraðamyndavélar sem staðsettar eru víða á landinu klófestu 489 ökumenn sem óku of hratt, en sýslumaðurinn…Lesa meira

true

Viktor og Jón Gísli í leikbann

Tveir leikmenn ÍA, þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Viktor Jónsson, voru í dag úrskurðaðir í eins leik bann vegna fjögurra gulra spjalda sem þeir hafa fengið hvor um sig í undanförnum leikjum. Þeir verða því báðir í leikbanni þegar lið ÍA og Víkings eigast við í Bestu-deildinni á sunnudaginn á Elkem-vellinum. Um nokkra blóðtöku…Lesa meira

true

Atvinnuleysi jókst á Vesturlandi í júlí

Atvinnuleysi jókst á milli mánaða á Vesturlandi í júlí samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Í júlí var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3% en var 2,1% í júní. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,4% og var það óbreytt á milli mánaða. Í júlí voru að meðaltali 245 manns án atvinnu á Vesturlandi. Flestir voru þeir 108 á…Lesa meira

true

Ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn í Stykkishólmi

Dagana 14.-15. ágúst mun ríkisstjórnin halda árlegan sumarfund sinn í Stykkishólmi og fer hann fram í Höfðaborg. Meðal annars verður fundað á fimmtudaginn með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en aðaláherslumál fundarins verða atvinnumál og mun sérstök umræða fara fram um fyrirhugaða atvinnustefnu. Þá mun ríkisstjórnin eiga ýmis óformlegri samtöl en að loknum ríkisstjórnarfundi, um kl.…Lesa meira

true

Samið um annan áfanga íþróttahúss

Undirritaður hefur verið samningur milli Hvalfjarðarsveitar og K16 ehf. um annan áfanga byggingar nýs íþróttahúss við Heiðarborg. Samningurinn felur í sér frágang innanhúss; lagnir, innréttingar og búnað ásamt lóðafrágangi. Verklok eru 1. ágúst 2026. Fyrirtækið K16 ehf. sá einnig um fyrsta áfanga verksins. Þær framkvæmdir hafa gengið vel og er nú að ljúka, samkvæmt frétt…Lesa meira

true

Syrtir heldur í álinn hjá ÍA þrátt fyrir góða frammistöðu Árna Marinós

Það blés byrlega hjá liði ÍA strax í upphafi leiks þegar það mætti FH í 18. umferð Bestu deildarinnar í gærkvöldi á Kaplakrikavelli. Bæði liðin voru fyrir leikinn í botnbaráttu deildarinnar og þurftu sárlega á sigri að halda. Strax á 5. mínútu náði ÍA forystu með glæsilegu marki Hauks Andra Haraldssonar eftir góðan undirbúning Gabríels…Lesa meira

true

Frjáls samkeppni ríkir um rekstur útfararþjónusta

Í frétt í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt frá því að Sóknarnefnd Akraneskirkju hafi ákveðið að hætta rekstri Útfararþjónustu Akraneskirkju frá og með síðustu mánaðamótum. Var sóknin sú eina hér á landi sem enn rak slíka starfsemi. Frjáls samkeppni er í landinu um rekstur útfararþjónustu og hafa því aðstandendur sem missa ástvin frjálsar hendur um…Lesa meira

true

Fyrsta Landsmótið í hestafimleikum var haldið á Hvammstanga

Dagana 15.-18. júlí fór fram fyrsta landsmót í hestafimleikum hér á landi. Var það haldið í Þytsheimum á Hvammstanga. Sex hópar; frá Hvammstanga, Borgarfirði, Snæfellsnesi og Suðurlandi tóku þátt og sýndu sínar kúnstir. Þó sumir hópar væru frekar nýlega stofnaðir, og æfingastigið því mjög mismunandi, stóðu öll börnin sig einstaklega vel og fengu verðskuldaða viðurkenningu.…Lesa meira

true

Ráðherra neytendamála hugsi yfir gjaldtöku og innheimtuaðferðum

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnumálaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin. Þessu greindi hún frá í færslu á Facebook og síðar í viðtali á Bylgjunni. Þar tekur hún dæmi af fjölskyldu sem fékk rukkun í heimabanka sinn að…Lesa meira

true

Stugguðu við grindhvölum út úr höfninni

Björgunarsveitir á landinu sinntu ýmsum verkefnum í gær. Meðal annars björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ sem var boðuð út til að aðstoða við að koma grindhvalavöðu út úr höfninni í Rifi. Þegar björgunarsveitarfólk kom á vettvang var fólk komið að á báti til að stugga við vöðunni og björgunarsveitarfólk hélt út á gúmmíbát til að stugga…Lesa meira