
Bílastæði við Kirkjufellsfoss. Ljósm. úr safni/tfk
Ráðherra neytendamála hugsi yfir gjaldtöku og innheimtuaðferðum
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnumálaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin. Þessu greindi hún frá í færslu á Facebook og síðar í viðtali á Bylgjunni.