
Guðný Bjarnadóttir og Gréta Björgvinsdóttir hafa rekið Borg útfararþjónustu frá árinu 2020.
Frjáls samkeppni ríkir um rekstur útfararþjónusta
Í frétt í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt frá því að Sóknarnefnd Akraneskirkju hafi ákveðið að hætta rekstri Útfararþjónustu Akraneskirkju frá og með síðustu mánaðamótum. Var sóknin sú eina hér á landi sem enn rak slíka starfsemi.