Fréttir

true

Eldur kom upp í íbúð við Ennisbraut

Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem hafði kviknað í svefnherbergi í húsi við Ennisbraut í Ólafsvík. Að sögn Matthíasar Páls Gunnarssonar slökkviliðstjóra gekk greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina. „Þetta fór vel að lokum,“ sagði Matthías í samtali við Skessuhorn. Að hans sögn urðu einhverjar skemmdir á…Lesa meira

true

Rafvirkjanemendur FVA fóru í heimsókn til Rarik

Föstudaginn 21. mars heimsóttu rafvirkjanemar í Fjölbrautaskóla Vesturlands af 6. önn Rarik í Borgarnesi þar sem þeir fengu að kynnast búnaði í dreifikerfum landsmanna undir styrkri leiðsögn starfsmanna Rarik á Vesturlandi. Vel var tekið á móti nemendunum og gáfu starfsmenn þeim óskertan tíma þar sem fróðleiksfúsir nemendur nýttu tímann vel. Eftir um þriggja tíma fræðslu,…Lesa meira

true

Frjáls félagasamtök umhverfismála hljóta styrki

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað rúmlega 54 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins á grundvelli umsókna og er það tæplega 4% heildarhækkun frá úthlutun síðasta árs. Hækkun almennra styrkja til félagssamtaka, án tillits til starfa þeirra í starfshópum, nemur 6,7%. Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum…Lesa meira

true

Skora á bæjaryfirvöld að flýta byggingu nýrrar innisundlaugar

Á aðalfundi í Sundfélagi Akraness, sem haldinn var síðastliðinn mánudag, var samþykkt ályktun vegna nýrrar innisundlaugar. Í henni skorar félagið á bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að setja hönnun og framkvæmdir við nýja innisundlaug strax í skýran forgang í áætlunum sveitarfélagsins og að staðið verði við loforð um tímasetningar sem gefin hafa verið. Fram kemur að ný sundlaug…Lesa meira

true

Blóðsöfnun í dag á Akranesi

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 25. mars frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Blakhelgi í Grundarfirði

Borja González Vicente afreksstjóri Blaksambands Íslands kom til Grundarfjarðar helgina 22.-23. mars og var með æfingar fyrir unga blakspilara í bæjarfélaginu. Borja hefur verið á ferð um landið til að kenna blak og kynna íþróttina. Frábær mæting var um helgina en boðið var upp á þrjár æfingar fyrir yngri hópinn og þrjár æfingar fyrir þann…Lesa meira

true

Systkini á sigurbraut í frjálsum

Systkinin Ari Freyr og Eyja Rún Gautabörn keppa undir merkjum UMSB en þau eru frá Efri-Hrepp í Skorradal en búa í Svíþjóð. Þau eru að gera það gott í frjálsum íþróttum um þessar mundir. Ari Freyr var um helgina að setja Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í flokki 13 ára og bætti fyrra met um…Lesa meira

true

Nemendur Lýsudeildar GSNB hlutu verðlaun fyrir jöklaverkefni

Nemendur í miðdeild Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar hlutu nýverið verðlaun fyrir jöklaverkefni. Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 21. mars ár hvert sem alþjóðadag jökla og helguðu árið 2025 jöklum á hverfanda hveli. Markmiðið er að auka áhuga fólks og þekkingu á jöklum og aðgerðum til að sporna við bráðnun þeirra sem hefur verið alvarleg á síðustu áratugum.…Lesa meira

true

Kári og Víkingur með nauma sigra í Lengjubikarnum

Lokaumferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina. Í riðli 3 tók Kári á móti liði Sindra og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Káramenn tryggt sér sæti í undanúrslitum á meðan Sindri var með þrjú stig eftir fjóra leiki. Gestirnir komust yfir á 9. mínútu með marki frá…Lesa meira

true

Afþakka Holtavörðulínu 1 um sínar jarðir

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn félagsfundur í Hagsmunafélagi landeigenda í Borgarfirði. Félagið var stofnað fyrr í vetur en í því eru eigendur jarða á fyrirhugaðri lagnaleið aðalvalkostar Landsnets á Holtavörðuheiðarlínu 1, allt frá Skarðsheiði og að Þverárhlíð. Á fundinum á fimmtudag var eftirfarandi ályktun einróma samþykkt: „Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 afþakka Holtavörðulínu 1 um lönd…Lesa meira