Fréttir

true

Samfylking að bæta við sig í NV kjördæmi

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem RUV deildi með Skessuhorni, er talsverð breyting á fylgi flokka í Norðvesturkjördæmi. Samfylking fengi nú tvo kjördæmakjörna þingmenn í Norðvesturkjördæmi í stað eins, en það væri á kostnað þingmanns Viðreisnar. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju einn mann hver flokkur. Fylgi flokkanna í NV kjördæmi skiptist þannig að Samfylking…Lesa meira

true

Rafmagnslaust í dag á Innri-Akraneslínu

Rarik tilkynnir að rafmagnslaust verður á Innri Akraneslínu í dag, 4. mars frá klukkan 13:00 til 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið (sjá mynd). „Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.“Lesa meira

true

Teigasel orðinn fimm deilda leikskóli

Í lok janúar voru teknar í notkun tvær kennslustofur ásamt tengibyggingu í leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Byggingin er timburhús sem byggð voru á þann hátt að hægt verður að flytja þau í burtu af lóðinni ef eða þegar þeirra verður ekki lengur þörf. Hönnun og skipulagsferli hófst í mars 2024, verkið var boðið út í…Lesa meira

true

Stebbi og Eyfi verða í Ólafsvík og Borgarnesi í dymbilvikunni

Tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, eða Stebbi og Eyfi eins og flestir þekkja þá, stefna á tónleika í Hjálmakletti í Borgarnesi og í Ólafsvík fyrir páska. Af þessu tilefni ræddi blaðamaður Skessuhorns við Eyfa. „Við Stebbi höfum ekki haldið tónleika saman í Borgarnesi í langan tíma og fannst einfaldlega vera kominn tími á það.…Lesa meira

true

Nauðsynlegt að ráðast í endurbætur sjóvarnargarða fyrir 400 milljónir

Veðrið um helgina lék Akurnesinga grátt. Stórstraumur, há sjávarstaða með vonsku vestan veðri olli miklum ágangi sjávar. Sjór gekk á land og olli talsverðu tjóni. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fór yfir málið fyrr í dag. Hann segir að eigendur húsa við Vesturgötu hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni á húsum sínum, þar sem sjór komst í kjallara.…Lesa meira

true

Markaleikur og tvö rauð spjöld í sigri Skagamanna

Þróttur Reykjavík og ÍA áttust við í A deild karla í Lengjubikarnum í knattspyrnu í riðli 1 í gær og var þetta lokaleikur þeirra gulu í riðlinum þetta árið. Eftir sigur Vals á Vestra fyrr um daginn var ljóst að hvorugt liðið átti lengur möguleika á efsta sætinu og sæti í undanúrslitum. Hinrik Harðarson kom…Lesa meira

true

Leita bílanna í höfninni

Nú stendur yfir leit að bílunum tveimur sem lentu í Akraneshöfn um klukkan 8 í morgun, þegar stórar öldur gengu yfir hafnargarðinn á stóru bryggjunni. Tveir menn fóru í sjóinn og náðist að bjarga þeim á land. Annar mannanna var með skerta meðvitund og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en að hinum var hlúð…Lesa meira

true

Grundarfjörður spyrnti sér af botninum

Það var mikið álag hjá stelpunum í blakliði UMFG um helgina. Á föstudaginn tóku þær á móti Blakfélagi Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu í Grundarfirði en þetta var síðasti heimaleikur liðsins í vetur. Fyrir helgina vermdu þær botnsætið í deildinni en Blakfélag Hafnarfjarðar var um miðja deild. Ekki áttu þær erindi sem erfiði í þeim leik þar…Lesa meira

true

Fimmtán tapleikir hjá Skallagrími

Skallagrímur tók á móti liði KV á föstudaginn í 19. umferð fyrstu deildar karla í körfubolta. Skallagrímur var fyrir leikinn með 8 stig í neðsta sæti deildarinnar en KV var þar rétt fyrir ofan með 12 stig og því var um að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið. Skallagrímur byrjaði leikinn af krafti og…Lesa meira

true

Snæfell í úrslitakeppnissæti

Snæfell tók á móti KFG í 1. deilda karla í körfubolta á fimmtudaginn en fyrir leikinn voru bæði lið með 12 stig, í 9. -10. sæti deildarinnar. Liðin sem enda í 2. sæti deildarinnar og niður í það 9. sæti spila um að komast upp í Bónus deild karla. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum…Lesa meira