Fréttir

true

Styrkjum úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs

Í gær fór fram úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og var þetta fjórða úthlutunin. Viðburðurinn var að þessu sinni haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Til úthlutunar voru 19.250.000 krónur og fengu 30 verkefni styrk. „Það er gífurlega ánægjulegt að sjá hve mikil gróska…Lesa meira

true

Stefnt að rekstri líkamsræktarstöðvar í bragganum á Jaðarsbökkum

Akraneskaupstaður hefur óskað eftir tilboðum í leigu á bragganum við Jaðarsbakka, þar sem stefnt er að rekstri öflugrar líkamsræktarstöðvar. Um er að ræða um tvö þúsund fermetra íþróttahús sem losnar haustið 2025, þegar núverandi starfsemi flyst í nýtt íþróttahús á svæðinu. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að mikil eftirspurn sé eftir veglegri líkamsræktaraðstöðu á Akranesi…Lesa meira

true

Felldu kjarasamning og leita skýringa hjá félagsmönnum

Ljóst var á mánudaginn að meirihluti félaga í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna felldi naumlega í atkvæðagreiðslu nýgerðan samning við Sambands íslenskra sveitarfélaga. 52,65% voru honum mótfallnir, 44,9% samþykktu samninginn en sex greiddu ekki atkvæði, eða 2,45%. Fram kemur á heimasíðu félagsins, lsos.is, að við undirritun samningsins taldi samninganefnd LSS sig vera að leggja fram samning…Lesa meira

true

„Baneitraður andskoti!“

Smábátasjómenn harðneita hugmyndum um að hella vítissóda í Hvalfjörð Á fundi Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi í gær, var samþykkt ályktun vegna fyrirhugaðra tilrauna með að hella vítissóda í Hvalfjörð í tilraunaskyni. „Lýsir Sæljón undrun sinni og mótmælir harðlega hugmyndum um að gefa leyfi fyrir því að setja tugi tonna að vítissóda beint í lífríki…Lesa meira

true

Kristófer Már hetja Skagamanna í æsispennandi leik

ÍA og Hamar tókust á í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu við Vesturgötu en alls mættu yfir fimm hundruð manns. Fyrir leik hafði ÍA, með tíu sigurleikjum í röð, komið sér þægilega fyrir í toppsæti deildarinnar á meðan Hamarsmenn höfðu hikstað í síðustu…Lesa meira

true

Áform um vindorkuver á Þorvaldsstöðum komin í skipulagsgátt

Zephyr Iceland hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar matsáætlun vegna umhverfismats fyrir vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, Borgarbyggð. Matsáætlunin er nú aðgengileg á skipulagsgátt. Þar eiga allir að geta kynnt sér ætlunina en hægt er að veita umsögn til og með 26. mars nk. Fram kemur í kynningu um verkefnið að Zephyr áformar að reisa vindorkuver…Lesa meira

true

Hvasst á Snæfellsnesi fram á daginn

Í dag verður sunnan 15-23 m/s og rigning eða slydda um landið, hvassast vestan til. Gul viðvörun er í gildi við Breiðafjörð til klukkan 15 í dag og eins og sést á þessu skjáskoti af gottvedur.is er hvassast þar sem vindur stendur af fjöllum á Snæfellsnesi. Síðdegis gengur svo niður í suðvestan 10-18 m/sek og…Lesa meira

true

Stórstreymt um helgina – hugað verði að bátum í höfnum

Landhelgisgæslan vekur athygli á að stórstreymt er á morgun, laugardag, og að há sjávarstaða verður yfir helgina. Samhliða spáir Veðurstofan hvössum vindi af suðlægum áttum næstu daga og gera ölduspár jafnframt ráð fyrir mikilli ölduhæð suður- og vestur af landinu yfir helgina og fram á mánudag. „Því má gera ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við sunnan-…Lesa meira

true

Út af í krapafærð

Bifreið sem erlendir ferðamenn voru á lenti utan vegar í gær sunnan við Gufuskála á Snæfellsnesi. Engan sakaði. Mikill krapi var á veginum og missti bílstjórinn völdin á bílnum. Eins og sést á mynd frá Alfons Finnssyni fréttaritara Skessuhorns er bifreiðin eitthvað skemmd.Lesa meira

true

Hótel og Drop Inn vilja reka tjaldsvæðin

Fyrr í vetur auglýsti Borgarbyggð eftir umsóknum um rekstur tveggja tjaldsvæða; í Borgarnesi og á Varmalandi. Á fundi byggðarráðs í gær var samþykkt að óska eftir viðræðum við Hótel Varmaland um að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi og Drop Inn um rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi. Þær viðræður verða á grundvelli hugmynda sem fram…Lesa meira