
Út af í krapafærð
Bifreið sem erlendir ferðamenn voru á lenti utan vegar í gær sunnan við Gufuskála á Snæfellsnesi. Engan sakaði. Mikill krapi var á veginum og missti bílstjórinn völdin á bílnum. Eins og sést á mynd frá Alfons Finnssyni fréttaritara Skessuhorns er bifreiðin eitthvað skemmd.