Erlent
Parið á vaxmyndasafninu. Ljósm. bbm.

Youtube stjörnur gera það gott

Youtube stjarnan Zoe Sugg er oftast kölluð Zoella. Hún er 26 ára og býr í Brighton í Englandi með kærastanum Alfie Deyes, hundinum Nölu og naggrísunum Pipin og Porse. Zoe og Alfie eru á lista yfir þekktustu Youtube stjörnur heims sem hafa verið að gera það gott á liðnum árum. Zoe byrjaði að taka upp myndbönd þegar hún var 11 ára en þá var Youtube vefurinn ekki einu sinni til. Vinir þeirra á Youtube eru til tæmis hjónin Tanya Burr og Jim Chapman, Naomi Smart, Markus Butler og margir fleiri. Zoe á bróður sem er einnig virkur í Youtube heiminum, en hann heitir Joseph Sugg og býr í London með herbergisfélaganum Casper Lee sem er frá Suður Afríku. Sá er einnig Youtube stjarna. Meðfylgjandi mynd tók blaðamaður af Zoe Sugg og Alfie en þau eru meðal þekktra einstaklinga sem gerðar hafa verið af vaxafsteypur og eru á Madame Tussauds vaxmyndasafninu í London.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýnum karakter!

Ungmennafélag Íslands gaf nýverið út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt, Sýnum karakter. Um er að ræða verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband... Lesa meira

Svefneyingabók kom út í sumar

Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson var gefin út á liðnu sumri. Í bókinni er að finna frásagnir úr Breiðafirðinum, en höfundur... Lesa meira