adsendar-greinar

Vortónleikar Skólakórs Grundaskóla

Skólakór Grundaskóla hélt glæsilega vortónleika á sal skólans. Að sögn Valgerðar Jónsdóttur kórstjóra komu þar fram 57 nemendur sem fluttu blöndu af alls konar skemmtilegum lögum, undir stjórn Valgerðar. Um píanóleik sá Flosi Einarsson.

Gestasöngkona á tónleikunum var engin önnur en Rakel Pálsdóttir, sem söng m.a. með kórnum lagið Óskin mín úr söngvakeppninni, ásamt fleiri lögum. Hér að neðan má sjá flutning Rakelar og kórsins.

Posted by Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir on Wednesday, May 23, 2018

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Lærir margt í gegnum tónlistina

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir er upprennandi píanisti frá Brekku í Norðurárdal. Hún hélt fyrir skömmu útskriftartónleika og jafnframt sína fyrstu einleikstónleika... Lesa meira